Brunavirðingar Reykjavíkur 1811-1981

Brunabótavirðingar húsa geyma upplýsingar um upprunalegt útlit húss, byggingarefni og innréttingar sem nýtast þegar verið er að fá íbúðir samþykktar og við endurgerð.

Brunavirðingar eru traustustu heimildir hvað varðar byggingar húsa. Þær eru einnig heimildir um alla innri og ytri gerð húsanna.

Brunavirðingar eru til fyrir öll samþykkt hús í Reykjavík sem byggð hafa verið fyrir 1981. Í brunavirðingum er að finna greinagóðar upplýsingar um herbergjaskipan, byggingarefni, stærð húsa o.fl. Koma þessar upplýsingar að góðum notum þegar fólk vill kynna sér sögu húsa eða gerir upp húsin sín í sem upprunalegustu mynd. Enn fremur geta þessar upplýsingar nýst þeim einstaklingum sem óska eftir því að fá séreign samþykkta sem íbúð.

Endurvirðingar voru gerðar þegar einhverjar stærri breytingar voru gerðar á húsunum eða þau voru endurbætt verulega. Hús voru einnig endurvirt þegar dýrtíð og verðbólga var mikil.

Reykjavík fékk inngöngu í Brunabótafélag dönsku kaupstaðanna árið 1874 og þar með varð öllum húseigendum skylt að tryggja húsin sín. Torfbæir voru þó undanþegnir tryggingaskyldu. Í kjölfarið tóku virðingarmenn út fasteignir þær sem átti að tryggja. Virðingar voru gerðar með reglulegu millibili og tilkekið sérstaklega ef breytingar eða viðbætur höfðu orðið á húsinu. Árið 1981 var hætt að vera veriðingargjörð með þessum hætti.

Hægt er að sækja Adobe Reader ókeypis til að geta skoðað skjölin. Best er að vera með nýjustu útgáfu Adobe Reader til þess að leit og aðrir möguleikar virki sem best.